Hönnuðir

Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson

Guðrún Margrét og Oddgeir eru húsgagna- og innanhúsarkitektar og reka saman GO Form Design Studio í Reykjavík. Þau hafa lengi hannað fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki og í framleiðslu eftir þau eru bæði eldhúsinnréttingar og skrifstofuhúsgögn.

Þau sérhanna einnig húsgögn og hafa hannað húsgögn fyrir opinberar stofnanir á Íslandi.

Guðrún Margrét og Oddgeir starfa einnig og ekki síst sem innanhúsarkitektar og innrétta bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

GO Form Design Studio

Eftir útskrift úr skólum í Kaupmannahöfn í húsgagna og innanhúshönnun árið 1983 stofnuðu Guðrún Margrét og Oddgeir hönnunarfyrirtækið GO Form, þar sem þau hafa starfað saman síðan.

GO Form, sem er til húsa á Skólavörðustíg í Reykjavík hefur frá upphafi aðalega starfað við innanhúshönnun heimila, fyrirtækja og opinberra bygginga. En það var svo árið 1989 sem fyrirtækið hóf að hanna innréttingar fyrir Brúnás.

Íslensk framleiðsla

Trésmíðaverkstæði Miðáss á Egilsstöðum, þar sem við smíðum Brúnás innréttingarnar er hátæknivinnustaður og einn sá best búni á landinu.

lesa meira

Íslensk hönnun

Allar Brúnás innréttingarnar eru íslensk hönnun og framleiðsla, hannaðar af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarsyni innanhússhönnuðum.

lesa meira

3D teikningar

Við hönnum og teiknum innréttinguna fyrir þig. Þar með gerum við þér kleift að skoða mynd í þrívídd af innréttingunni og grandskoða allt, áður en þú ákveður þig!

lesa meira

Hafðu samband

Ármúli 17a,
105 Reykjavík
S: 588 99 33

Miðási 9,
700 Egilsstaðir
S: 470 1600

lesa meira