Fyrirtækið

BRÚNÁS - INNRÉTTINGAR FRAMLEIDDAR AF MIÐÁS EHF.

Símanúmer Brúnás
Sendu okkur skilaboð

Brúnás–innréttingar eru framleiddar í innréttingaverksmiðju Miðáss ehf. á Egilsstöðum, en þar eru einnig aðalskrifstofur fyrirtækisins. Framleiðslan er byggð á grunni Haga innréttinga sem rekja má til ársins 1962.

Brúnás-innréttingar eru seldar og sendar um land allt en sýningarsalirnir okkar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum þar sem framleiðslan fer fram. Þar gefur að líta fjölbreytt sýnishorn lausna og innréttinga fyrir eldhús og baðherbergi auk skápa fyrir margskonar rými. Hönnuðir okkar og ráðgjafar með áralanga reynslu, aðstoða þig og teiknar upp innréttingar, velur efni og útlit eftir þínum óskum og þörfum, og gerir svo tilboð í smíði innréttinganna.

Miðás er í hópi stærstu innréttingaframleiðenda landsins. Þar starfa rúmlega 20 manns, margir hafa langa starfsreynslu og mikil þekking býr á meðal starfsfólks. Auk þess vinna náið með fyrirtækinu hönnuðir og verktakar við uppsetningu innréttinga. Áratuga reynsla og farsæll rekstur hafa því leitt af sér vandaða og trausta vöru, um leið og þess er gætt að stöðug þróun eigi sér stað í hönnun og framleiðslu.

Persónuleg þjónusta í BrúnásPersónuleg þjónusta

Persónuleg þjónusta og vönduð ráðgjöf auðvelda rétt val og auka öryggi þegar innrétting er valin. Ráðgjafar Brúnás-innréttinga aðstoða viðskiptavini í nýtt, smekklega hannað vinnurými. Sami ráðgjafi fylgir viðskiptavinum í gegnum allt ferlið því talsverður tími getur liðið frá því hugmynd kviknar þar til hönnun er lokið. Fjölda möguleika í hugmyndum og útfærslu má ýmist skoða með þrívíðum tölvumyndum eða í vel útbúnum sýningarsölum.

Fjölskylduvænn vinnustaður

Miðás er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem vinnutíma er hagað þannig að starfsmenn geti átt rúman tíma með fjölskyldunni að loknum vinnudegi. Fjölskylduferðir eru farnar með reglulegu millibili og starfsmenn hittast jafnan utan vinnutíma. Metnaður er lagður í að starfsmenn finni að þeir séu fyrirtækinu mikilvægir og störf þeirra séu metin að verðleikum. Þetta skapar samheldni sem eykur skilvirkni og öryggi í framleiðslu Brúnás-innréttinga.

Brúnás innréttingar

Miðás 9, 700 Egilsstaðir, sími: 470 1600, fax: 471 1074
Opnunartími: Mán-Fös 08:00-17:00, lokað á laugardögum.

Ármúli 17a, 108 Reykjavík, sími: 588 9933, fax: 588 9940
Opnunartími: Mán-Fös 08:00-17:00, lokað á laugardögum.

 

MIÐÁS 9, EGILSSTÖÐUM

Ármúli 17A, Reykjavík

Íslensk framleiðsla

Trésmíðaverkstæði Miðáss á Egilsstöðum, þar sem við smíðum Brúnás innréttingarnar er hátæknivinnustaður og einn sá best búni á landinu.

lesa meira

Íslensk hönnun

Allar Brúnás innréttingar eru íslensk hönnun og framleiddar hér á landi. Fagfólk okkar fylgir þér alla leið í hönnunarferlinu frá hugmynd að fullbúinni innréttingu.

lesa meira

3D teikningar

Við hönnum og teiknum innréttinguna fyrir þig. Þar með gerum við þér kleift að skoða mynd í þrívídd af innréttingunni og grandskoða allt, áður en þú ákveður þig!

lesa meira

Hafðu samband

Ármúli 17a,
105 Reykjavík
S: 588 99 33

Miðási 9,
700 Egilsstaðir
S: 470 1600

lesa meira