Myndir Hönnunarmars 2013

Íslensk hönnun - Íslensk framleiðsla.

Árið 1989 hófu Brúnás-innréttingar samstarf við hönnunarfyrirtækið GO Form við hönnun á innréttingum fyrir framleiðslu þess. Þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson innanhússarkitektar komu að hönnun á framleiðslu Brúnáss innréttinga í 30 ár.

Undanfarin ár hefur HönnunarMars verið haldinn hátíðlegur á Íslandi, þar sem lögð er áhersla á íslenska hönnun. Hefur Brúnás verið stoltur þátttakandi í þeim viðburði með þeim Guðrúnu Margréti og Oddgeiri, þar sem við kynnum með stolti íslenska hönnun og framleiðslu. Í ár var m.a. haldin glæsileg sýning í Hörpu þar sem gestum gafst kostur á að skoða nýjustu hönnunarlínu GO form og Brúnás-innréttinga þar sem nýr tónn er sleginn og glæsilegar lausnir kynntar. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af nýjustu hönnun sem þú getur fengið hjá Brúnás.

01
02
03
04
05
06
07
08
09
10
11

Íslensk framleiðsla

Trésmíðaverkstæði Miðáss á Egilsstöðum, þar sem við smíðum Brúnás innréttingarnar er hátæknivinnustaður og einn sá best búni á landinu.

lesa meira

Íslensk hönnun

Allar Brúnás innréttingar eru íslensk hönnun og framleiddar hér á landi. Fagfólk okkar fylgir þér alla leið í hönnunarferlinu frá hugmynd að fullbúinni innréttingu.

lesa meira

3D teikningar

Við hönnum og teiknum innréttinguna fyrir þig. Þar með gerum við þér kleift að skoða mynd í þrívídd af innréttingunni og grandskoða allt, áður en þú ákveður þig!

lesa meira

Hafðu samband

Ármúli 17a,
105 Reykjavík
S: 588 99 33

Miðási 9,
700 Egilsstaðir
S: 470 1600

lesa meira