Verkstæðið
Fullkominn hátækni vinnustaður
Innréttingaverksmiðja Miðáss á Egilsstöðum, þar sem Brúnás-innréttingarnar verða til, er búin fullkomnum framleiðslutækjum. Tölvustýring tryggir öryggi og stöðugleika í framleiðsluferlinu og hámarks nýtingu efnis, sem stuðlar að verndun umhverfisins og lægri framleiðslukostnaði.

Sérvalinn viður - vönduð vinnubrögð
Sömu vinnubrögðum er beitt við framleiðslu allra Brúnás-innréttinga, hvort sem um er að ræða fjöldaframleiðslu fyrir verktaka eða sérsmíði fyrir einstaklinga, hver innrétting er aðlöguð því rými sem hún er ætluð í. Allt hráefni er vandlega valið og þegar innrétting skal spónlögð er þess gætt að allur spónn sé tekinn úr sama trénu sem tryggir samstætt útlit og heildarsvip á öllum innréttingum hússins.
Uppsetning og sérsmíði
Að framleiðslu lokinni eiga viðskiptavinir þess kost að fá innréttingarnar settar upp af sérfræðingum Miðáss. Velji þeir að sjá um verkið sjálfir, býðst þeim öll nauðsynleg aðstoð og ráðgjöf.