Árið 1989 hófu Brúnás-innréttingar samstarf við hönnunarfyrirtækið GO Form við hönnun á innréttingum fyrir framleiðslu þess. Þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson innanhússarkitektar komu að hönnun á framleiðslu Brúnáss innréttinga í 30 ár.
Undanfarin ár hefur HönnunarMars verið haldinn hátíðlegur á Íslandi, þar sem lögð er áhersla á íslenska hönnun. Hefur Brúnás verið stoltur þátttakandi í þeim viðburði með þeim Guðrúnu Margréti og Oddgeiri, þar sem við kynnum með stolti íslenska hönnun og framleiðslu. Í ár var m.a. haldin glæsileg sýning í Hörpu þar sem gestum gafst kostur á að skoða nýjustu hönnunarlínu GO form og Brúnás-innréttinga þar sem nýr tónn er sleginn og glæsilegar lausnir kynntar. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af nýjustu hönnun sem þú getur fengið hjá Brúnás.