Hönnunarmars 2013

Íslensk hönnun - íslensk framleiðsla

Árið 1989 hófu Brúnás-innréttingar samstarf við hönnunarfyrirtækið GO Form við hönnun á innréttingum fyrir framleiðslu þess. Þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson innanhússarkitektar komu að hönnun á framleiðslu Brúnáss innréttinga í 30 ár.

Undanfarin ár hefur HönnunarMars verið haldinn hátíðlegur á Íslandi, þar sem lögð er áhersla á íslenska hönnun. Hefur Brúnás verið stoltur þátttakandi í þeim viðburði með þeim Guðrúnu Margréti og Oddgeiri, þar sem við kynnum með stolti íslenska hönnun og framleiðslu. Í ár var m.a. haldin glæsileg sýning í Hörpu þar sem gestum gafst kostur á að skoða nýjustu hönnunarlínu GO form og Brúnás-innréttinga þar sem nýr tónn er sleginn og glæsilegar lausnir kynntar. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af nýjustu hönnun sem þú getur fengið hjá Brúnás.

Reykjavík

Ármúli 17a
108 Reykjavík
Sími: 588 9933
Fax: 588 9940

Opnunartími:
Mán-Fim 9:00-17:00
Föstud. 9:00-16:00

Egilsstaðir

Miðás 9
700 Egilsstaðir
Sími: 470 1600
Fax: 471 1074

Opnunartími:
Mán-Fim 9:00-17:00
Föstud. 9:00-16:00