Árið 1989 hófu Brúnás-innréttingar samstarf við hönnunarfyrirtækið GO Form við hönnun á innréttingum fyrir framleiðslu þess. Þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson innanhússarkitektar átti fyrirtækið við þau farsælt samstarf í rúm 30 ár við hönnun á framleiðslu Brúnáss innréttinga.
Því miður hefur ekki gengið nógu vel að varðveita myndir í gegnum söguna af Brúnás innréttingum en gullkornin varðveitast þó hér og þar. Hér eru nokkur sýnishorn af eldri innréttingum og efni úr bæklingum fortíðar sem varpa skemmtilegu ljósi á söguna um leið og þær benda á tímalausa hönnun Brúnás innréttinga.