Skápar
Þeir sem velja sér klæðaskápa vilja rúmgóðar hirslur með góðu aðgengi að öllu því sem þar er geymt. Klæðaskápar tilheyra lífsstíl fjölskyldunnar og undirstrika hlýlegt umhverfi heimilisins. Hvort sem valið stendur um fjölda viðartegunda eða litasamsetningu í sprautulökkun, þá setja Brúnás-klæðaskápar sterkan svip á heimilið um leið og þeir varðveita eigur fjölskyldunnar.