Sjónvarpslausnir
Sjónvarpið er oftar en ekki orðið miðdepill nútímaheimila og hefur víða jafnvel tekið við af eldhúsinu. Þar er daglegur samverustaður fjölskyldunnar og miðstöð upplýsinga og dægrastyttingar á heimilinu. Þá er mikilvægt að fari saman notagildi og fegurð og að innréttingin falli vel að umhverfi heimilisins. Brúnás býður upp á fjölda skemmtilegra og hugvitsamra lausna fyrir stofuna og sjónvarpið.